Þú getur átt rétt á bótum úr eftirfarandi tryggingum:
Launþegatryggingu sem atvinnurekandi skal kaupa fyrir starfsmenn
Ábyrgðartryggingu atvinnurekanda, eða
Sjúkratryggingum Íslands.
Í kjarasamningum er slysatrygging launþega tryggð. Launþegar eru því tryggðir í vinnu sinni hjá vinnuveitanda og eiga því slysabótarétt frá tryggingafélagi hans. Réttur úr slysatryggingu launþega er til staðar óháð sök. Með öðrum orðum þá hafa tildrög slyss ekki áhrif á rétt starfsmanns til bóta úr slysatryggingu launþega. Launþegatryggingar hafa ákveðna hámarksfjárhæð og fer sú fjárhæð eftir kjörum þínum samkvæmt fyrirliggjandi kjarasamningi hverju sinni. Einnig gætir þú átt rétt á greiðslu dagpeninga vegna óvinnufærni.
Ef slysið má rekja til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á myndast bótaréttur úr ábyrgðartryggingu hans. Bótaréttur úr ábyrgðartryggingu er mikil og á allt tjón þitt sem rekja má til slyssins að vera bætt. Þú getur átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutap, þjáningabóta, varanlegs miska og örorku og annars fjártjóns. Þá áttu alltaf rétt á endurgreiðslu nauðsynlegs útlags kostnaðar vegna slyssins.
Hafir þú orðið fyrir vinnuslysi áttu einnig rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands ef metin örorka er 10% eða hærri. Þarf að gæta að því sérstaklega að slysið sé tilkynnt til Sjúkratrygginga.
Við athugum þinn bótarétt vegna afleiðinga vinnuslyss. Okkar lögmenn tryggja að þú fái það sem þú átt rétt á enda er markmið okkar ætíð að hámarka þínar bætur og tryggja að tjón þitt sé bætt.
Við könnum rétt þinn til bóta þér að kostnaðarlausu. Leitaður til okkkar sem fyrst svo þú glatir ekki rétti þínum vegna fyrningar eða tómlætis.