Okkar lögmenn hafa mikla reynslu í innheimtu bóta vegna sjóslysa.
Þegar sjómenn verða fyrri slysi í vinnu sinni eiga þeir rétt á bótum óháð því hvort slysið sé að rekja til atvika sem vinnuveitandi ber ábyrgð á. Þannig er bótaréttur í raun með sama hætti og ef um umferðaslys væri að ræða.
Uppgjör bóta vegna slysa á sjómönnum fer eftir skaðabótalögum nr. 50/1993. Ef bótaréttur er fyrir hendi átt þú rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns og þjáninga, bótum vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Þá getur þú einnig átt rétt til bóta vegna annars fjártjóns.
Vátryggingafélaginu er einnig skylt að greiða allan nauðsynlegan útlagðan kostnað vegna aðstoðar sem þú þarft að sækja þér vegna slyssins. Þá greiðir vátryggingafélagið jafnframt hluta af þóknum lögmanns.
Mikilvægt er að þú leitir réttar þíns sem fyrst og tilkynnir vinnuveitanda þínum og Sjúkratryggingum Íslands um slysið. Við gætum réttar þíns strax í upphafi og aðstoðum þig við að fá tjón þitt bætt.
Láttu okkur kanna rétt þinn þér að kostnaðarlausu. Leitaðu til okkar sem fyrst svo þú glatir ekki rétti þínum vegna fyrningar eða tómlætis.