Við aðstoðum þig einnig við að sækja bætur fyrir annars konar tjón en líkamstjón.
Andlát (Líftryggingar)
Algengt er að fólk sé með líftryggingar. Þannig tryggingar veita þeirra nánustu oft rétt til bóta þegar hinn líftryggði lætur lífið. Fjárhæð bóta fer alltaf eftir fjárhæð líftryggingar og miðast því við vátryggingaskilmála. Sama á við um hver á rétt til bóta.
Ef andlátið má rekja til sakar einhvers eiga eftirlifendur oft á tíðum rétt á bótum vegna útfarakostnaðar og missis framfæranda, auk miskabóta.
Kannaðu rétt þinn, það kostar ekkert.
Galli:
Er fasteignin þín haldin galla sem var fyrir hendi við kaup?
Lögmenn okkar hafa umtalsverða reynslu í málum tengdum galla á fasteignum. Fasteignakaup einstaklinga eru yfirleitt ein af stærri og mikilvægari ákvörðunum á lífsskeiðinu. Því er afar mikilvægt að vel sé staðið að málum sem varða galla á fasteign enda ljóst að miklir hagsmunir eru undir.
Fasteign telst gölluð ef hún stenst ekki þær kröfur um gæði, búnað og annað sem leiðir af lögum og kaupsamningi. Kaupandi má ganga út frá því að eign hafi bæði þá sérstöku eiginleika eða notagidli sem samningur kveður á um auk þeirra almennu eiginleika sem álíka fasteignir hafa.
Eftir afhendingu fasteignar koma oft upp atvik þar sem kaupandi telur að fasteign sé gölluð. Um getur verið að ræða leyndan galla sem hvorugur aðili vissi af við kaupin eða galla sem seljandi vissi eða mátti vita um en kaus að skýra ekki frá.
Í báðum tilvikum getur kaupandi átt rétt til afsláttar, úrbóta, skaðabóta, riftunar eða annarra vanefndaúrræða.
Samkvæmt fasteignakaupalögum hefur kaupandinn 5 ár til að tilkynna seljanda um galla annars geti hann glatað rétti sínum til bóta.
Afar mikilvægt er að rétt sé staðið á málum frá upphafi enda eru hagmunir miklir og mistök dýrkeypt.
Hafðu samband við okkur ef þú telur þína fasteign haldna galla.
Myglusveppur
Eru myglusveppur í þinni fasteign?
Myglusveppur í fasteignum hefur talsvert verið í umræðunni síðustu ár enda afar skaðlegur heilsu fólks og getur valdið varanlegu tjóni á líkama og sál.
Lögmenn okkar hafa góða reynslu af málum tengdum myglusvepp og hafa náð góðum árangri.
Vegna þvingunaraðgerða lögreglu
Við sjáum um að innheimta skaðabætur vegna þvingunaraðgerða lögreglu
Þegar lögregla ákveður að beita þvingunaraðgerðum gagnvart sakborningum og refsimál í kjölfarið verið fellt niður eða sakborningur sýknaður með endanlegri úrslausn dómstóla, geta sakborningar átt rétt á því að fá greiddar skaðabætur.
Hafir þú verið beittur þvingunaraðgerðum áttu sjálkrafa rétt á gjafsókn til að reka skaðabótamál gagnvart íslenska ríkinu vegna þvingunaraðgerðanna. Þá greiðist þóknum lögmanns og útlagður kostnaður af íslenska ríkinu.
Það skiptir ekki máli hvort lögreglu hafi verið heimilt að beita þvingunaraðgerðunum þegar metið er hvort bótaréttur er fyrir hendi. Einungist er heimilt að fella niður eða lækka bætur ef sakborningur sjálfur hefur með eigin framferði valdið því að vera beittur þvingunaraðgerðum. Ríkisvaldið ber alltaf sönnunarbyrði um slíkt.
Það kostar ekkert að athuga rétt sinn. Hafðu samband við okkur og við fylgjum kröfu þinni eftir og fáum tjónið bætt.